22/12/2024

796 Strandamenn

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á miðju ári hafa Strandamenn búsettir á svæðinu verið 796 síðasta dag í júní nú í sumar. Þeim hefur þannig fjölgað um 1 frá áramótum, en fækkað um 29 frá talningu Hagstofunnar frá sama tíma fyrir ári, þann 30. júní 2004. Langmest er fækkunin í Hólmavíkuhreppi, en byggðaþróunin virðist vera jákvæðust í Bæjarhreppi hér á Ströndum, því þar er fjölgun hvort sem litið er til 6 eða 12 mánaða.

Fjöldi Strandamanna eftir sveitarfélögum síðustu tvö ár:

 

31.des.03

30.jún.04

31.des.04

30.jún.05

Árneshreppur

56

55

57

53

Kaldrananeshreppur

127

126

117

122

Hólmavíkurhreppur

490

489

465

459

Broddaneshreppur

54

57

53

50

Bæjarhreppur

101

98

103

112

samtals:

828

825

795

796