22/12/2024

29 umsóknir um starf sveitarstjóra Strandabyggðar


Alls bárust 29 umsóknir um starf sveitarstjóra í Strandabyggð, en umsóknarfrestur rann út í gær. Umsækjendur koma úr ólíkum áttum, en í hópnum eru 6 konur og 23 karlar. Hagvangur sér um að vinna úr umsóknum ásamt Strandabyggð. Ingibjörg Valgeirsdóttir sem verið hefur sveitarstjóri frá 2010 lætur af störfum í sumarlok. Frá þessu er greint á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is. Listi um umsækjendur er svohljóðandi:

Andrea K. Jónsdóttir
Arnar Snæberg Jónsson
Ágúst Bjarni Garðarsson
Árni Guðmundur Guðmundsson
Bergvin Oddson
Birgir Guðmundsson
Birgir Júlíus Sigursteinsson
Björg Sigurðardóttir
Björk Sigurgeirsdóttir
Bryndís Bjarnarson
Dagbjört Hildur Torfadóttir
Elías Pétursson
Heimir Gunnarsson
Hjörtur Narfason
Indriði Jósafatsson
Inga Rut Hjaltadóttir
Ingimundur Einar Grétarsson
Kristján Albert Jóhannesson
Kristján Eiríksson
Magnús Sigurðsson
Ófeigur Friðriksson
Páll Ólafson
Pjetur Stefánsson
Rúnar Fossádal Árnason
Rögnvaldur Johnsen
Sigurjón Haraldsson
Svafar Jósefsson
Sveinn Óskar Sigurðsson
Þór Jónsson