05/10/2024

14 umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Strandabyggðar

Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Strandabyggð rann út í gær og nú hefur verið birtur listi um umsækjendur á vef sveitarfélagsins. Alls sóttu 14 um stöðuna, 6 konur og 8 karlar. Nöfn umsækjanda eru birt hér á eftir, en myndin hér að ofan sýnir tvo síðustu sveitarstjóra í Strandabyggð, Andreu K. Jónsdóttur fráfarandi sveitarstjóra sem kom til starfa 2012 og Ingibjörgu Valgeirsdóttur sem var sveitarstjóri 2010-2012.

Eftirtalin sóttu um:

Ármann Halldórsson
Björn Sigurður Lárusson
Fanney Skúladóttir
Finnur Ólafsson
Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir
Gunnólfur Lárusson
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir
Ingimundur Einar Grétarsson
Kristinn Pétursson
Linda Björk Hávarðardóttir
María Maack
Steingrímur Hólmsteinsson
Þorbjörg Friðriksdóttir
Þorgeir Pálsson