22/12/2024

112 dagurinn laugardaginn 11/2

Í tilefni af 112 deginum næstkomandi laugardag 11. febrúar, verður opið hús í Rósubúð, húsnæði Björgunarsveitarinnar Dagrenningar Hólmavík. Þar gefst áhugasömum kjörið tækifæri til að kynnast starfi sveitarinnar og tækjabúnaði. Kaffi verður á könnunni og rjómavöfflur á borðum. Sýndar verða myndir úr starfi og leik, nýjar sem gamlar. Á vef Dagrenningar kemur fram að björgunarsveitarmenn vonast til að sjá sem flesta á laugardaginn milli kl. 14 og 18.