22/12/2024

Ýmislegt um að vera um helgina á Ströndum

640-holmablida1

Eins og venjulega er ýmislegt um að vera á Ströndum um helgina. Jólahlaðborð á Café Riis setja svip á kvöldin og jólamarkaður Strandakúnstar er að opna. Á sunnudag er fótboltamót fyrir 18 ára og yngri í Íþróttamiðstöðinni kl. 11 og einnig vill vefurinn minna á að jólatónleikar verða haldnir í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 8. desember kl. 17:00. Fram koma Barna og unglingakór Hólmavíkurkirkju og Kvennakórinn Norðurljós. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Aðgangseyrir er 1.500.- fyrir fullorðna, en 500 fyrir börn 6-16 ára. Ekki er tekið við kortum.