22/12/2024

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram miðvikudagskvöldið 13. apríl og fimmtudagskvöldið 14. apríl. Tónleikarnir fara fram í Hólmavíkurkirkju og hefjast báðir klukkan 19:30. Dagskráin er sett upp þannig að hún er örlítið lengri á miðvikudagskvöldið, en markmiðið er að tónleikarnir á fimmtudag verði lokið áður en tónleikar meistara Megasar, Gylfa Ægis og Rúnars Þórs hefjast í Bragganum klukkan 21:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, en Tónskólinn minnir á söfnunarkassann. Hefð er fyrir því að tekið er við frjálsum framlögum í hljóðfærasjóð Tónskólans samhliða tónleikahaldi.