22/12/2024

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Nú er komið að árlegum vortónleikum Tónskólans á Hólmavík, en þeir verða haldnir í Hólmavíkurkirkju dagana 4.-5. maí, þriðjudags- og miðvikudagskvöld í þessari viku. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 19:30 og þar munu nemendur Tónskólans láta ljós sitt skína, spila á hin ýmsustu hljóðfæri og syngja af list. Kennarar við Tónskólann á Hólmavík í vetur hafa verið Bjarni Ómar Haraldsson, Stefán Steinar Jónsson, Barbara Guðbjartsdóttir og Viðar Guðmundsson.