30/10/2024

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Fréttatilkynning
Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram í Hólmavíkurkirkju, þriðjudagskvöldið 28. og miðvikudagskvöldið 29. apríl n.k. og hefjast báðir tónleikarnir stundvíslega klukkan 19:30. Á tónleikunum koma fram flestir nemendur Tónskólans og munu þeir flytja lög sín einir og í samspili með öðrum nemendum og kennurum. Leikið verður á fjölbreytt hljóðfæri s.s. blokkflautu, píanó, harmonikku, trommur, gítar, orgel og bassa auk söngs. Tekið er við  frjálsum framlögum í hljóðfærasjóð Tónskólans. Allir eru hjartanlega velkomnir.