23/12/2024

Vorsýning leikskólans Læjarbrekku

Fréttatilkynning
Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku hefur nú verið sett upp í anddyri Íþróttahússins á Hólmavík. Þar má sjá myndir eftir nemendur leikskólans sem þeir hafa unnið í hópastarfi, vali og góðum stundum þess á milli á skólaárinu 2009-2010. Einnig má lesa ýmis gullkorn sem heyrst hafa á góðum stundum. Sýningin er framlag leikskólans til Hamingjudaga 2010.

Sjálfsmyndir

Það hefur verið venja á Lækjarbrekku að börnin teikni sjálfsmyndir. Þau teikna eina að hausti og aðra að vori. Á þeim má glöggt sjá hvernig teikniþroskanum fleygir fram.

Þemastarf

Í hópastarfi í Tröllakoti er unnið með þemað: Ég sjálfur.

Í hópastarfi í Dvergakoti er unnið með ákveðið þema hverju sinni. Við höfum haft þrjú þemu sem rúlla ár frá ári. Þau eru:
# Fjaran, sjórinn, bryggjan og bátarnir í þorpinu.
# Umhverfið, steinarnir, göturnar og húsin í þorpinu.
# Ég og fjölskyldan, vinirnir og fólkið í þorpinu.