05/11/2024

Dagur hinna villtu blóma

ÞrenningarfjólaÁ sunnudaginn 13. júní verður haldinn Dagur hinna villtu blóma. Dagurinn er skipulagður af Flóruvinum í samvinnu við ýmsa aðila. Farið verður í gönguferð frá sundlauginni á Hólmavík kl. 14 undir leiðsögn Hafdísar Sturlaugsdóttur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Skoðaðar verða plöntur og blóm sem á finnast á leiðinni. Gott er fyrir áhugasama að hafa með stækkunargler og greiningarbók. Annars er nóg að koma með góða skapið og njóta þess að fá sér göngutúr í náttúrunni og fræðast vonandi lítið eitt í leiðinni.