22/12/2024

Vorhreingerning hjá Sauðfjársetrinu

Aðstandendur Sauðfjárseturs á Ströndum ætla að taka til hendinni í vor og gera allsherjar hreingerningu á heljarstórri lóð Sauðhússins á Skeiði 3 á Hólmavík. Töluvert er þar af safngripum á vegum setursins sjálfs, en einnig nokkuð af torkennilegum hlutum á annarra vegum. Vegna þessa biðja Sauðfjársetursmenn þá aðila sem eiga eitthvert góss eða verðmæti á lóðinni að fjarlægja þau fyrir næstu mánaðarmót eða að minnsta kosti að ræða málin við Jón Jónsson forstöðumann Sauðfjársetursins. Það sem út af stendur verður væntanlega flutt á haugana eftir 1. maí næstkomandi.