Vorhátíð Finnbogastaðaskóla var haldin á fimmtudagskvöld og mætti næstum hver einasti hreppsbúi á skemmtunina. Dagskráin var tónlistarflutningur nemanda við skólann og kennara og einnig sungu gestir undir undirleik tónlistarkennarans og tónlistamannsins Gunnars Tryggvasonar. Hann hefur verið að kenna tónlist og söng undanfarna tíu daga. Veitingar voru kakó og meðlæti. Myndir af skemmtuninni sem Bjarnheiður Fossdal tók fylgja þessari frétt og fleiri myndir eftir Jón G. Guðjónsson eru á vefnum www.litlihjalli.it.is.
Vorhátíð í Finnbogastaðaskóla – ljósmyndir: Bjarnheiður Fossdal