Söngfélagið Vorboðinn úr Dalabyggð heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 29. apríl og hefjast þeir klukkan 20:30. Dagskráin er fjölbreytt, allt frá vorlögum og til íslenskra þjóðlaga. Það er orðið nokkuð síðan að Vorboðinn söng síðast fyrir Strandamenn og það er því vonandi að Strandamenn fjölmenni á
tónleikanna. Stjórnandi kórsins er Svavar Sigurðsson. Aðgangseyrir er kr. 1500.- og allir eru velkomnir.