22/12/2024

Vor í lofti

Þó það hafi verið kalt í veðri tvo síðustu daga og snjóað í fjöll á Ströndum er samt kominn vorhugur í menn og skepnur. Þrösturinn er búinn að gera sér hreiður og verpa á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð og það má segja að það sé ágætt gluggaveður í kvöldsólinni á Hólmavík. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is – Jón Jónsson á Kirkjubóli – smellti þessum myndum af þar í kvöld, fyrir og eftir vortónleika hjá Tónskólanum á Hólmavík.

Ljósmyndir Jón Jónsson