22/11/2024

Vinstri græn bjóða fram í Strandabyggð

Hólmavík í StrandabyggðBirtur hefur verið framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Strandabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 29. maí 2010. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Vinstri græn bjóða fram sérstakan lista til sveitarstjórnar á Ströndum og fylgir hann með hér að neðan. Málefnaskrá framboðsins og helstu áherslur verða birtar von bráðar, ásamt ítarlegri kynningu á frambjóðendunum sjálfum. Listinn er þannig skipaður:


1. Jón Jónsson, menningarfulltrúi, Kirkjubóli
2. Katla Kjartansdóttir, þjóðfræðingur, Hólmavík
3. Viðar Guðmundsson, bóndi og tónlistarmaður, Miðhúsum
4. Kristjana Eysteinsdóttir, grunnskólakennaranemi, Hólmavík
5. Þorsteinn Paul Newton, rekstrarstjóri, Hólmavík
6. Dagrún Magnúsdóttir, bóndi, Laugarholti
7. Matthías Sævar Lýðsson, bóndi, Húsavík
8. Guðrún Guðfinnsdóttir, leikskólastjóri, Hólmavík
9. Arnar Snæberg Jónsson, framkvæmdastjóri og háskólanemi, Hólmavík
10. Rósmundur Númason, vélstjóri, Hólmavík