22/11/2024

Vinnur að ritun á sögu Alþýðusambands Vestfjarða

Sigurður PéturssonSigurður Pétursson sagnfræðingur á Ísafirði var á Hólmavík í dag í leit að heimildarefni fyrir sögu Alþýðusambands Vestfjarða sem hann vinnur að um þessar mundir. Með honum í för voru Pétur Sigurðsson og Helgi Ólafsson stjórnarmenn í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og grúskuðu í ryki og gömlum blöðum í húsnæði Verkalýðsfélagið sem áður hýsti skrifstofu Verkalýðsfélags Hólmavíkur. Að sögn Sigurðar þá hefur hann unnið nokkur undanfarin misseri að sögu Alþýðusambandsins meðfram öðrum störfum og stefnir að því að fyrra bindi bókaraðarinnar komi út næsta vor. Þeir félagar gáfu sér tíma til að stilla sér upp til myndatöku þegar tíðindamann strandir.saudfjarsetur.is bar að garði áður en þeir sökktu sér í að þurrka af ryki og sökkva sér  enn dýpra í gulnaða pappíra.


Pétur Sigurðsson, Helgi Ólafsson og Sigurður Pétursson að störfum á skrifstofu Verkalýðsfélags Vestfirðinga á Hólmavík í dag.

Ljósm.: Sigurður Atlason