22/12/2024

Vinna Vestfjarðarnefndar kynnt á Fjórðungsþingi

 vestfjardaseidur

Ágúst B. Garðarsson, formaður nefndar um aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði (Vestfjarðanefnd) og aðstoðarmaður forsætisráðherra, mun að beiðni stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga kynna starf nefndarinnar fyrir Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga í dag. Í fréttatilkynningu kemur fram að stjórn FV fagnar því að nefndin geti á þessum tímapunkt kynnt starf sitt varðandi aðgerðir í málefnum Vestfirðinga. Kynning formanns nefndarinnar hefur verið tímasett kl 15.00, föstudaginn 9. september og færast önnur dagskráratriði til sem því nemur. Nefndin átti að skila skýrslu til forsætisráðherra í lok ágúst, samkvæmt fréttum frá því hún var sett á fót.