22/12/2024

Vinavika framundan

Vinavika verður í Grunnskólanum á Hólmavík vikuna 4.-8. desember, en slík uppákoma hefur verið árleg síðustu ár að beiðni nemenda. Að þessu sinni voru það nemendur 9. bekkjar sem skrifuðu bréf til skólastjórnenda og báðu um vinaviku. Í vinavikunni fær hver nemandi leynivin sem hann sinnir vel þessa viku, skrifar honum skemmtileg bréf og fleira. Í lok vikunnar er síðan mynduð vinakeðja á skólavellinum og vinirnir skiptast á gjöfum.