18/11/2024

Viltu læra skrautskrift eða að tálga í tré


Tvö námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verða haldin á Ströndum um helgina. Annað heitir Tálgað í tré og verður kennt á Hólmavík föstudag og laugardag, en hitt heitir Skrautskrift og er kennt á Drangsnesi laugardag og sunnudag. Síðasti möguleiki til að skrá sig á námskeiðin er á morgun, fimmtudaginn 8. nóvember og enn vantar nokkrar skráningar til að tálgunámskeiðið verði að veruleika. Nánari upplýsingar um námskeiðin er hér að neðan, en skráningar fara fram hjá Kristínu S. Einarsdóttur starfsmanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hólmavík eða á vef miðstöðvarinnar.

 Tálgað í tré – Hólmavík

Kennari: Ólafur Oddsson
Kennslustaður: Grunnskólinn á Hólmavík (Smíðastofa í „nýja skóla“)
Kennslutími:  Föstudaginn 9. nóvember kl  18:00-21:00 og laugardaginn 10. nóvember kl  9:00-16:00.
Verð: 16.500.- Efnisgjald innifalið. Athugið að flest stéttarfélög veita styrki til námskeiða.

Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um ýmsar íslenskar viðartegundir, eiginleika þeirra og nýtingu. Kennd verður meðferð, umhirða og beiting verkfæra. Þátttakendur læra að tálga nytjahluti og skrautmuni úr efni sem almennt er kallað “garðaúrgangur” og fullgera tálguhluti, þurrka, pússa og bera á.Námskeiðin eru öllum opin sem vilja læra hvernig hægt er að nota ferskan við úr skóginum, garðinum eða sumarbústaðalandinu. Hraði og yfirferð miðast við getu og áhugasvið hvers þátttakenda. Athugið að þetta námskeið hentar einnig unglingum sem hafa áhuga á tálgun.
 
Skrautskrift – Drangsnesi
 
Kennari: Jens Kr. Guðmundsson.
Verð kr: 9.500 –
Staður: Drangsnes
Námskeið hefst: 10/11/2012
Fjöldi kennslustunda: 15
Ath: Kennt lau. 10. nóvember kl. 10:00 – 17:00 og sun. 11. nóvember kl. 13:00 – 17:00.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Jens Kr. Guðmundsson. Á námskeiðinu verður kennt og þjálfað gotneskt letur og ítölsk skrift ásamt gerð upphafsstafa. Námsefni og pennar innifalið í verði. Þátttakendur hafi með sér skrifblokk eða stílabók. Þeir sem áður hafa komið á námskeið geta einnig tekið þátt og lært nýjar aðferðir.