30/10/2024

Viltu finna milljón? í Trékyllisvík

Nú líður að lokasýningu á farsanum Viltu finna milljón? sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp í vetur, en hún verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum þriðjudaginn 16. júní næstkomandi og hefst kl. 20:00. Það hefur oft verið lokahnykkurinn á sýningum Leikfélagsins að fara með verkefni sín í Árneshrepp, ef mögulegt er, enda er gott að sýna í Trékyllisvíkinni. Leikritið sem Arnar S. Jónsson leikstýrði er geggjaður gamanleikur, þar sem allt fer í hina mestu flækju áður en yfir líkur. Leikfélag Hólmavíkur hefur sýnt verkið á Hólmavík, Hvammstanga, Hrísey, Siglufirði, Keflavík og í Lundarreykjadal, en alls eru 10 sýningar að baki.