30/10/2024

Viðurkenningar afhentar

Á fundi menningarmála-nefndar Hólmavíkurhrepps í gær voru veittar viðurkenningar frá nefndinni fyrir umhverfismál og einnig fyrir menningar- og félagsstörf. Þrír aðilar fengu viðurkenningu fyrir menningarstarf í sveitarfélaginu og voru það Skíðafélag Strandamanna fyrir öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf, séra Sigríður Óladóttir vegna starfs með kvennakórnum Norðurljós og Magnús H. Magnússon og Þorbjörg Magnúsdóttir vegna uppbyggingar á Café Riis og Bragganum. Umhverfisverðlaun hlutu Ingvar Pétursson og Bryndís Sigurðardóttir í Víkurtúni 12 fyrir snyrtilegustu einkalóðina á Hólmavík, Indriði Aðalsteinsson og Kristbjörg Lóa Árnadóttir á Skjaldfönn í Skjaldfannadal við Djúp fyrir snyrtilegasta sveitabæinn og Strandagaldur fyrir lóðina í kringum Galdrasýninguna á Hólmavík.

Frá Skjaldfönn – ljósm. Jón Jónsson

Glaðbeittir viðtakendur – Bryndís, Ingvar, Siggi Atla, Lóa, Indriði og Marta – ljósm. Kristín S. Einarsdóttir