22/12/2024

Víðidalstungurétt á laugardaginn

Réttað verður í Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra laugardaginn 4. október næstkomandi og segir í fréttatilkynningu að búast megi við að hrossin verði um 500 auk folalda. Hafa Víðdælingar löngum viljað meina að um stærstu stóðréttir landsins sé að ræða, ekki hvað fólksfjölda snertir, heldur fjölda hrossa. Með auknum áhuga fólks á hrossarækt og hestamennsku hefur verið sívaxandi fjöldi gesta sem vilja taka þátt í þessari hátíð hrossabænda, bæði í smöluninni og réttinni.

Dagskrá réttardags er á þessa leið:
 
kl. 10:00 – Stóðið rekið til réttar og réttarstörf hefjast.
kl. 13:00 – Sölusýning á svæði fyrir vestan réttina.
kl. 14.30 – Uppboð á völdum hrossum.
kl. 15:00 – Dregið í happdrættinu.
kl. 23-03.00 Stóðréttardansleikur í Víðihlíð. Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi.