Þegar tíðindamenn strandir.saudfjarsetur.is áttu leið um Eyrarfjall milli Ísafjarðar og Mjóafjarðar við Djúp á dögunum voru vegagerðarmenn búnir að grafa veginn í sundur. Voru þeir að lagfæra ræsi sem rann í kringum og höfðu myndast háskalegar holur í veginn sem er annars víða fremur leiðinlegur yfirferðar þarna um hálsinn. Ný brú yfir Mjóafjörð verður tekin í notkun í haust og aðalleiðin færist þá út undir Reykjanes, yfir Reykjarfjörð, Vatnsfjarðarás og Mjóafjörð. Var því ekki laust við að það hvarflaði að tíðindamönnum að kannski væri þessi vegabót söguleg, ef um væri að ræða síðustu lagfæringar á veginum um Eyrarfjall, og smelltu því af nokkrum myndum.
Vegabætur á Eyrarfjalli – ljósm. Jón Jónsson