08/11/2024

Viðauki við samgönguáætlun

Vegasamgönguáætlun Vestfirðinga 2007 – 2023
Aðsendar greinar: Steinþór Bragason
Nú hefur langþráð þingsályktun litið dagsins ljós, tillaga að samgönguáætlun fyrir árið 2007-2018. Það fyllti hjarta mitt mikilli gleði hvað miklum fjármunum á að veita í samgöngur til ársins 2018. En svo kom hjartastoppið þegar ég sá hversu litlu af öllum þessum fjármunum á að veita til Vestfjarða. Þær tillögur sem lagt er upp með eru göng milli Ísafjarðar – Bolungarvíkur og göng Dýrafjörður – Arnarfjörður. Báðum þessum göngum ber að fagna en þau leysa bara hluta vandans. Því eftir er Súðavíkurhlíð með 133 sjóflóð og annan eins fjölda af grjótskriðum á seinustu 5 árum og Dynjandisheiðin sem er u.þ.b. 35 km löng með öllum sínum krókum og kimum í um 500 m hæð.

Markmiðið

Eiga þessar tillögur að breyta hagvexti Vestfirðinga úr – 6% í 40%? Breyta meðaltekjum úr þeim lægstu í þær hæstu? Fá þessa 612 sem voru að flytja frá Vestfjörðum til að snúa aftur? Fækka þessum u.þ.b. 100 flugferðum sem detta út á ári? Færa störf til baka sem hafa verið sameinuð burt af svæðinu með lagasetningu stjórnvalda? Svarið er því miður nei. Þessi bein eru ekki nóg til að rétta af þá neikvæðu þróun sem hefur orðið síðan 1963. Það þarf  að tryggja fyrsta flokks lausnir sem tryggja lækkun flutningskostnaðar svo að hann verði sá sami og annars staðar miðað við sömu vegalengd, ekki 28-51% hærri eins og hann er í dag. Samgöngur verður að  tryggja þannig að hægt sé að ferðast milli allra bæja innan fjórðungsins og höfuðborgasvæðisins á láglendi vegna okkar slæmu stöðu í flugmálum (sjá nýtingu í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar) og landfræðilega stöðu okkar.

Markmið Ríkisstjórnarinnar:
* „Samgönguáætlunin leggur áherslu á fimm aðalmarkmið:
1. Markmið um greiðari samgöngur (hreyfanleiki í samgöngukerfinu).
2. Markmið um hagkvæmni í rekstri og uppbyggingu samgangna.
3. Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
4. Markmið um öryggi í samgöngum.
5. Markmið um jákvæða byggðaþróun“
            *Fengið úr tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007–2018.

Lausnirnar hingað til

Vestfirðingar voru þeir síðustu sem fengu einbreið jarðgöng sem var ótrúleg samgöngubót. Við vorum seinust ef ekki bara þau einu sem fengu einbreiða vegi með og án slitlags. Við erum með firði þar sem flutningabílar geta ekki mæst nema annar liggi eftir í valnum (Bitrufjörður). Við erum á eina svæðinu þar sem miklum fjármunum hefur verið varið í lagfæringar á fjallvegum sem eru enn jafn ófærir eftir lagfæringarnar. Einnig erum við með yfir 100 kílómetra mismun á sumar- og vetravegum. Svo þegar loksins kemur að samgöngubótum eru leiðirnar lengdar. Hvernig stendur á þessum þriðja flokks lausnum? Erum við kannski „þriðja flokks“? Það er þá nema von að fólk vilji flytja frá fjórðungnum og taka stefnuna þangað þar sem boðið er uppá fyrsta flokks lausnir.

Lausnin

Það er mín trú að strax þurfi að tryggja láglendisveg fyrir alla Vestfirðinga. Byrjunin væri að tryggja u.þ.b. 70% Vestfirðinga láglendisveg með áframhaldandi tengingu við hinar strjálu byggðir Vestfjarða. Nauðsynlegt er að tryggja hringtengingu um firðina, en það verður að koma síðar þegar búið er að tryggja betri lífsskilyrði fyrir stærstu byggðakjarnana. Framkvæmdaröðin sem gæti skilaða besta fjárhagslega ávinningnum og uppfyllt markmið samgönguáætlunar fyrir þessar byggðir gæti verið:
0.   Bolungarvíkur og Súðavíkurgöng
Kollafjarðargöng
Klettháls og þverun fjarðanna (Vattafjörður, Mjóifjörður, Kjálkafjörður, Vatnsfjörður)
Göng Ísafjörður-Skötufjörður.
Göng Skötufjörður-Álftafjörður
Arnarfjarðargöng, Geirþjófsfjarðargöng og Trostansfjarðargöng.
Lambadalsgöng

Bolungarvíkur- og Súðavíkurgöng eiga ekki að vera á þessari samgönguáætlun því þar eiga að gilda sömu ákvæði og við tvöföldun Reykjarnesbrautar => öryggið á oddinn og framkvæma strax. Lokanir og hættuástand á þessum vegum undanfarna daga tala sínu máli.

Kostnaður

Ef allar þessar framkvæmir yrðu boðnar út í einu gætið kostnaðurinn numið u.þ.b. 45 milljörðum. Er það mikið þegar tekjur ríkisins árið 2005 af ökutækjum var um 50 milljarðar. Hagnaður bankanna 2006 var rúmlega ¼ af þessari upphæð. Ef fiskkvóti sem farið hefur frá Ísafirði seinustu árin frá Básafelli og Hrönn væri keyptur til baka þyrftum við Ísfirðingar að snara út 46,8 milljörðum. Þetta er einungis lítið brot af þessum hundruðum milljarða sem settir hafa verið af ríkinu og einkaaðilum til atvinnuuppbyggingar á suður- og miðausturlandi. Vestfirðingar hafa látið öðrum landshlutum sinn umhverfiskvóta (Kioto samkomulagið) í té með bros á vör til að tryggja hagvöxt og atvinnu í öðrum landsfjórðungum í góðri trú um að þeir muni gjalda í sömu mynt þegar á reynir, og nú reynir á.

Miðað við sömu þróun tekna af farartækjum værum við að fara fram á 4-5% af þessum tekjum. Er þetta of mikið miðað við lengd vega sem liggja að okkur. Til að kóróna þetta þá erum við að biðja um u.þ.b. sama framlag á hvern Vestfirðing og sett verður í Héðinsfjarðargöng fyrir vini okkar Siglfirðinga.

Arðsemi

Til að forgangsraða verkefnum tel ég brýnt að velja þær leiðir fyrst sem gefa af sér mestu arðsemina. Til að nálgast arðsemina getum við gefið okkur eftirfarandi forsendur: Hver sparaður km er metinn á 68-99 kr/km. Hver spöruð mínúta gæfi 19 kr/mín. Sparnaður á hvern kílómetra í snjómokstri gæfi 500 kr/km á láglendi, og sinnum 10 á hverja 150m þar fyrir ofan. Ríkið er að setja miklu minni fjármuni í samgönguframkvæmdir en það hefur í tekjur af farartækjum landsmanna. Við getum reiknað með 1,6 – 2,5% vöxtum + gengisbreytingar af erlendum lánum til ríkisins. Einnig hefur komið upp nýr valkostur, þ.e. að fá lán hjá öðrum opinberum stofnunum með almennum bankavöxtum. En svo getum við líka reiknað með því að næstum helmingurinn af framkvæmdakostnaðinum komi aftur í ríkiskassann í formi skatta og gjalda af framkvæmdunum.
Skynsamlegt væri að nota þessar niðurstöður til að forgangsraða samgöngumannvirkjum í framtíðinni.

Tíminn

Tíminn er naumur ef það á að byggja upp í stað þess sem horfið hefur og strax þarf að bregðast við vandanum. Þær breytingar sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi hafa gerst of hratt fyrir okkar einhæfa atvinnulíf á Vestfjörðum. Byggðirnar hafa ekki náð að fylgja þróuninni þannig að skörð hafa hlotist í atvinnuflóru byggðalaganna þegar grunnatvinnan hafur verið flutt burt í einu lagi. Hraðinn hafur verið það mikill að fólk hefur ekki náð að mennta sig til að nýta sér ný tækifæri og skaffa störf í staðinn fyrir þau sem fóru. Til að það geti orðið er mikilvægt að leggja línurnar þannig að byggðalögin geti aðlagað sig að því sem koma skal. Góð byrjunin á því væri að framfylgja þeim tillögum sem nefndar hafa verið hér að framan.
Mikilvægt er að hafa grunninn góðan til að bestu niðurstaðu sé að vænta. Því þurfa tillögur 1 og 2 að vera komnar í gang fyrir árið 2010.

Ávinningur

Styttum vegalengdina að vestan og suður til Reykjavíkur um allt að 46%.
Styttum Vestfjarðahringinn um 27%.
Gæti lækkað flutningskostnað allt að 50%.
Gefur Vestfirðingum von um bjarta framtíð.
Myndi bæta starfsskilyrði margra greina og koma stoðum undir nýsköpun í öðrum.
Minnkum eyðslu og mengun þeirra sem eru á leiðinni suður eða að sunnan um allt að 41%. Uppfyllir alþjóðlega stefnumörkun um lágmörkun á losun gróðurhúsa­lofttegunda og loftmengun.
Minnkum svifmengun Vestfirðinga í Reykjavík allt að 80%.
Það er komið plan til að hlúa að ferðaþjónustu.
Myndi gjörbreyta búsetuskilyrðum sem við erum að sækjast eftir sjá skýrslu um þarfir fólks eftir búseturskilyrðum.
http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Ferdir_til_Rvk-vidhorfskonnun/$file/Fer%f0ir%20til%20Rvk%20fr%e1%2016%20landsbygg%f0arsv%e6%f0um.pdf

Vegalengdir

Til að glöggva sig á því hvað þessar samgöngubætur gætu gefið okkur þá eru þær vegalengdir gulmerktar sem við næðum fram með þessum styttingum.

Patreksfjörður – Reykjavíkur (eins og vegurinn er í dag)…………………………400 km.
Patreksfjörður – Reykjavíkur (Þveranir og Kletthálsgöng)………………………..330 km.
Patreksfjörður – Ísafjörður (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)…………………….639.km.
Patreksfjörður – Ísafjörður (Göng undir Kollafjarðarheiði)……………………….302.km.
Patreksfjörður – Ísafjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði)……………………172 km.
Patreksfjörður – Ísafjörður (Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði)……………….148 km.
Patreksfjörður – Ísafjörður (Göng botnar, Kollafjarðarheiði og þveranir)………165 km
Patreksfjörður – Ísafjörður (Dýrafjarðar- og Dynjandisgöng)……………………140 km.
Patreksfjörður – Ísafjörður (Dýrafj.Geirþjófsfj.Trost, Lamba og súðav.göng)….130 km
Patreksfjörður – Súðavík (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)……………………….619.km
Patreksfjörður – Súðavík (Gemlufallsheiði, Vestfjarðagöng)…………………….187 km
Patreksfjörður – Súðavík (Dýrafjarðargöng og Dynjandisgöng)………………….157 km
Patreksfjörður – Súðavik (Dýraf. Geirþjófsf.Trost. og Lambadalsgöng)…………128 km
Patreksfjörður – Bolungarvík (Gemlufallsheiði, Vestfjarðagöng)………………..178 km
Patreksfjörður – Bolungarvík (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)…………………..658.km
Patreksfjörður – Bolungarvík (Lambadalsgöng,Bolungarvíkurgöng)…………….133 km
Patreksfjörður – Hólmavík (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)……………………..395.km.
Patreksfjörður – Hólmavík (Þveranir og Arnkötludalur)……………………………172.km
Patreksfjörður – Hólmavík (Dýraf. Geirþjófsf.Trost. og Lambadalsgöng,Steing.f.h.)………160 km
Patreksfjörður – Reykhólar (Suðurfirðir)……………………………………………..200.km
Patreksfjörður – Reykhólar (Suðurfirðir og þveranir)………………………………142.km

Þingeyri – Bíldudalur (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði og Patró)…………………715 km.
Þingeyri – Bíldudalur (Göng undir Kollafjarðarheiði)……………………………….377 km
Þingeyri – Bíldudalur (Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði)…………………………….98 km
Þingeyri – Bíldudalur (Arnafjarðargöng og Dynjandisgöng)………………………..88 km
Þingeyri – Bíldudalur (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………….65 km
Þingeyri – Ísafjörður (Gemlufallsheiði, Vestfjarðagöng)……………………………49 km
Þingeyri – Ísafjörður (Lambadalsgöng, Súðavíkurgöng)…………………………….45 km
Þingeyri – Súðavík (Gemlufallsheiði, Vestfjarðagöng)………………………………49 km
Þingeyri – Súðavik (Lambadalsgöng, Súðavíkurgöng)………………………………45 km
Þingeyri – Bolungarvík (Gemlufallsheiði, Vestfjarðagöng)…………………………78 km
Þingeyri – Bolungarvík (Lambadalsgöng,Bolungarvíkurgöng)………………………66 km
Þingeyri – Hólmavík (Hrafnsey,-, Dynjandis., Helluskarð, Kollafjarðarh.-, Steingrímsfjarðarheiði)………..219 km
Þingeyri – Hólmavík (Hrafnsey.a.h-, , Hellus., Barðastrandars., Þorskafjarðar.h, Steingrímsfjarðarheiði)……238 km
Þingeyri – Hólmavík (Gemlufallsheiði, Djúp, Eyrarfjall, Steingrímsfjarðarheiði)…………..267 km
Þingeyri – Hólmavík (Labadalsgöng, botnar og Steingrímsfjarðarheiði)………..111 km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Strandir vetrarleið)………………………………….581km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Strandir sumarleið)………………………………….547km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafjarðarheiði)………………………446km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Arnkötludalur)………………………………………..503km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Þorskafjarðarheiði)………………………………….487km
Þingeyri – Reykjavík (Vesturleiðin eins og hún er í dag)…………………………..389km
Þingeyri – Reykjavík (Vesturleið, Dynj.göng, þveranir og kletth.göng)………….367km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)…………356km
Þingeyri – Reykjavík (Lambadalsgöng,Djúp, Eyrarfj og botnar)………………….315km
Þingeyri – Reykhólar (Vesturleiðin eins og hún er í dag)…………………………..208km
Þingeyri – Reykhólar (Arnafjarðargöng og Dynjandisgöng þveranir)…………….128km
Þingeyri – Reykhólar (Lambadalsgöng, botnar og Kollafjarðarheiði)…………….122km

Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir vetrarleið)……………………….534km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir sumarleið)……………………….499km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp, Mjóafjarðarbrú og Strandir sumarleið)………….500km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og göng undir Kollafjarðarh.)………………..412km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h og Eyrarfj.)……………….400km
Ísafjörður – Reykjavík (Vesturleiðin í dag)…………………………………………..455km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og Arnkötludalur)………………………………452km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp sumarleið og Þorskafjarðarheiði)…………………..439km
Ísafjörður – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)………………422km
Ísafjörður – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng leið B)…….. .408km
Ísafjörður – Reykjavík (Vesturl.,Dýrafj. og Dynjandisgöng,þveranir leiðB)…….370km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)……….312km
Ísafjörður – Hólmavík (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)………………224km
Ísafjörður – Hólmavík (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)………..109 km
Ísafjörður – Patreksfjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…….130 km
Ísafjörður – Patreksfjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði)…………………….172 km
Ísafjörður – Patreksfjörður (Göng undir Kollafjarðarheiði)…………………………302km
Ísafjörður – Patreksfjörður (Göng botnar, Kollafjarðarheiði og þveranir)………165 km
Ísafjörður – Patreksfjörður (Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði)………………..148 km
Ísafjörður – Patreksfjörður (Dýrafjarðar- og Dynjandisgöng)…………………….140 km
Ísafjörður – Tálknafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……..119 km
Ísafjörður – Tálknafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)………….159 km
Ísafjörður – Tálknafjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði)……………………..162 km
Ísafjörður – Tálknafjörður (Göng undir Kollafjarðarheiði)…………………………318 km
Ísafjörður – Tálknafjörður (Göng botnar, Kollafjarðarheiði og þveranir)………..181 km
Ísafjörður – Tálknafjörður (Dýrafj.göng,Dynjandisheiði og Hvanntábrekkur)….136 km
Ísafjörður – Bíldudalur (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………100 km
Ísafjörður – Bíldudalur (Vesturleið, Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)…………….170 km
Ísafjörður – Bíldudalur (Dýrafjarðargöng,Dynjandisheiði og Hvanntábrekkur)..117 km
Ísafjörður – Bíldudalur (Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði, Hvanntábrekkur)……145 km
Ísafjörður – Bíldudalur (Göng undir Kollafjarðarheiði)……………………………..332 km
Ísafjörður – Bíldudalur (Göng botnar, Kollafjarðarheiði og þveranir)……………195 km
Ísafjörður – Reykhólar (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………280 km
Ísafjörður – Reykhólar (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……………..223 km
Ísafjörður – Reykhólar (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj.g og botnar)……122 km

Bíldudalur – Þingeyri (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði og Patró)………………….715km.
Bíldudalur – Þingeyri (Göng undir Kollafjarðarheiði)……………………………….334 km
Bíldudalur – Þingeyri (Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði)…………………………….96 km
Bíldudalur – Þingeyri (Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði)………………………..88 km
Bíldudalur – Þingeyri (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……………..65 km
Bíldudalur – Ísafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- Trost- og Lambadalsgöng)…………..96 km
Bíldudalur – Ísafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………100 km
Bíldudalur – Ísafjörður (Suðurfirðir, Dynjandis-, Hrafnseyrar-, Gemluf.heiði)…145 km
Bíldudalur – Ísafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……………..170 km
Bíldudalur – Reykjavíkur (Þveranir og Kletthálsgöng)……………………………..360 km
Bíldudalur – Reykjavíkur (Dýraf. Geirþjófsf.Trost. og Lambadalsgöng,þveranir, Kolllafjg.)…370 km
Bíldudalur – Reykjavíkur (eins og vegurinn er í dag)………………………………430 km
Bíldudalur – Hólmavík (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)…………………………..425 km
Bíldudalur – Hólmavík (Steingrímsf.h, Þorskaf.h., Barðas.s.,Suðurfirðir)………214 km
Bíldudalur – Hólmavík (Þveranir og Arnkötludalur)…………………………………202 km
Bíldudalur – Hólmavík (Dýraf. Geirþjófsf.Trost. og Lambadalsgöng,Steing.f.h.)……………130 km
Bíldudalur – Reykhólar (Suðurfirðir)…………………………………………………..230 km
Bíldudalur – Reykhólar (Suðurfirðir og þveranir)……………………………………172 km
Bíldudalur – Reykhólar (Suðurfirðir, Helluskarð, Barðastrandarsýsla)…………..184 km
Bíldudalur – Reykhólar (Hálfdán, Kleifaheiði,Barðastrandarsýsla)……………….228 km

Tálknafjörður – Þingeyri (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði og Patró)……………..704km.
Tálknafjörður – Þingeyri (Göng undir Kollafjarðarheiði)…………………………..323 km
Tálknafjörður – Þingeyri (Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði)………………………..86 km
Tálknafjörður – Þingeyri (Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði)…………………..120 km
Tálknafjörður – Þingeyri (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)………..84 km
Tálknafjörður – Ísafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…….119 km
Tálknafjörður – Ísafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)………….159 km
Tálknafjörður – Reykjavíkur (Þveranir og Kletthálsgöng)…………………………349 km
Tálknafjörður – Reykjavíkur (eins og vegurinn er í dag)………………………….419 km
Tálknafjörður – Hólmavík (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)………………………414.km
Tálknafjörður – Hólmavík (Þveranir og Arnkötludalur)……………………………191.km
Tálknafjörður – Hólmavík (Dýraf. Geirþjófsf.Trost. og Lambadalsgöng,Steing.f.h.)………141 km
Tálknafjörður – Reykhólar (Suðurfirðir)………………………………………………211.km
Tálknafjörður – Reykhólar (Suðurfirðir og þveranir)……………………………….153.km
Tálknafjörður – Reykhólar (Suðurfirðir, Helluskarð, Barðastrandarsýsla)………203.km
Tálknafjörður – Reykhólar (Hálfdán, Kleifaheiði,Barðastrandarsýsla)……………209.km

Súðavík – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir vetrarleið)………………………….513km
Súðavík – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir sumarleið)………………………….475km
Súðavík – Reykjavík (Djúp í dag og göng undir Kollafjarðarh.)………………….390km
Súðavík – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h og Eyrarfj.)…………………390km
Súðavík – Reykjavík (Vesturleiðin í dag)…………………………………………….475km
Súðavík – Reykjavík (Djúp í dag og Arnkötludalur)………………………………..435km
Súðavík – Reykjavík (Djúp sumarleið og Þorskafjarðarheiði)……………………..420km
Súðavík – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)…………………442km
Súðavík – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)…………303km
Súðavík – Hólmavík (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)………………..204km
Súðavík – Hólmavík (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)…………..100km
Súðavík – Reykhólar (Djúp,steing.heiði, Holtavörðuheiði,Brattabrekka)……….481km
Súðavík – Reykhólar (Gemlufall.h, Hrafneyrar.h, Dyjandisheiði.)………………..270km
Súðavík – Reykhólar (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng.)……………….237km
Súðavík – Reykhólar (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar.)………..109km
Súðavík – Patreksfjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði, Hálfdán)……………187 km
Súðavík – Patreksfjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)…………..161 km
Súðavík – Patreksfjörður (Súðav.g Dýraf.g. Geirþjófs.f.g og Trost.Vesrf.göng)……. 130 km
Súðavík – Patreksfjörður (Dýraf.g. Geirþjófs.f.g og Trost. Lamba.g, Súðavíkurgöng)……..128 km
Súðavík – Tálknafjörður (Vesturleið, núverandi suðurfirðir)………………………176 km
Súðavík – Tálknafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……………178 km
Súðavík – Tálknafjörður (Súðav.g Dýraf.g. Geirþjófs.f.g og Trost.göng)……….107 km
Súðavík -.Bíldudalur (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)………………..170 km
Súðavík – Patreksfjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisheiði)…………..191 km
Súðavík -.Bíldudalur (Súðav.g Dýraf.g. Geirþjófs.f.g og Trost.göng)…………..111 km

Suðureyri – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir vetrarleið)………………………..556km
Suðureyri – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir sumarleið)………………………..522km
Suðureyri – Reykjavík (Djúp í dag og göng undir Kollafjarðarh.)………………..434km
Suðureyri – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h og Eyrarfj.)……………….423km
Suðureyri – Reykjavík (Vesturleiðin í dag)…………………………………………..469km
Suðureyri – Reykjavík (Djúp í dag og Arnkötludalur)………………………………478km
Suðureyri – Reykjavík (Djúp sumarleið og Þorskafjarðaheiði)……………………462km
Suðureyri – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)………………436km
Suðureyri – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar.)………324km
Suðureyri – Hólmavík (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)………………247km
Suðureyri – Hólmavík (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)…………123km
Suðureyri – Patreksfjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…….139 km
Suðureyri – Patreksfjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði)…………………….186 km
Suðureyri – Tálknafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……..122 km
Suðureyri – Tálknafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)………….173 km
Suðureyri -.Bíldudalur (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………111 km
Suðureyri -.Bíldudalur (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……………..184 km
Suðureyri -.Reykhólar (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………271 km
Suðureyri -.Reykhólar (Vesturleið, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði)………212 km
Suðureyri -.Reykhólar (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)………145 km

Flateyri – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir vetrarleið)…………………………546km
Flateyri – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir sumarleið)…………………………522km
Flateyri – Reykjavík (Djúp í dag og göng undir Kollafjarðarh.)………………….435km
Flateyri – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h og Eyrarfj.)………………..423km
Flateyri – Reykjavík (Vesturleiðin í dag)……………………………………………438km
Flateyri – Reykjavík (Djúp í dag og Arnkötludalur)……………………………….478km
Flateyri – Reykjavík (Djúp sumarleið og Þorskafjarðaheiði)…………………….462km
Flateyri – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)………………..405km
Flateyri – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)……….335km
Flateyri – Hólmavík (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)……………….247km
Flateyri – Hólmavík (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)…………132 km
Flateyri – Patreksfjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……..108 km
Flateyri – Patreksfjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði)……………………..155 km
Flateyri – Tálknafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……….94 km
Flateyri – Tálknafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)…………..132 km
Flateyri – Bíldudalur (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……………83 km
Flateyri – Bíldudalur (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……………….153 km
Flateyri – Reykhólar (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………..263 km
Flateyri – Reykhólar (Vesturleið, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði)………..206 km
Flateyri – Reykhólar (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)……….145 km

Bolungarvík – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir vetrarleið)……………………..547km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir sumarleið)……………………..513km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp í dag og göng undir Kollafjarðarh.)………………426km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h og Eyrarfj.)……………..414km
Bolungarvík – Reykjavík (Vesturleiðin í dag)…………………………………………469km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp í dag og Arnkötludalur)…………………………….469km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp sumarleið og Þorskafjarðarheiði)…………………453km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp, Eyrarfjall, Steingrímsfjarðarheiði, Hvalfjarðargöng)…………………509km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp, Eyrarfjall, Steingrímsfjarðarheiði, Hvalfjarðargöng, vetraleið)………….544km
Bolungarvík – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……………436km
Bolungarvík – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)…….321km
Bolungarvík – Hólmavík (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)……………238km
Bolungarvík – Hólmavík (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)……..123 km
Bolungarvík – Patreksfjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)….139 km
Bolungarvík – Patreksfjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði)………………….186 km
Bolungarvík – Tálknafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…..125 km
Bolungarvík – Tálknafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……….173 km
Bolungarvík -.Bíldudalur (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……….114 km
Bolungarvík -.Bíldudalur (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)…………..184 km
Bolungarvík -.Reykhólar (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)……….294 km
Bolungarvík -.Reykhólar (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)…………..237 km
Bolungarvík -.Reykhólar (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj og botnar)……136 km

Reykhólar – Ísafjörður (Dýrafjarðar- Geirþjófsfjarðar- og Trost.göng)…………280 km
Reykhólar – Ísafjörður (Vesturleið,Dýrafjarðar og Dynjandisgöng)……………..223 km
Reykhólar – Ísafjörður (Djúp og göng undir Kollafj.h, Eyrarfj.g og botnar)……122 km
Reykhólar -.Patreksfjörður (Suðurfirðir)……………………………………………..200.km
Reykhólar – Patreksfjörður (Suðurfirðir og þveranir)………………………………142.km
Reykhólar – Þingeyri (Vesturleiðin eins og hún er í dag)…………………………..208km
Reykhólar – Þingeyri (Arnafjarðargöng og Dynjandisgöng þveranir)…………….128km
Reykhólar – Þingeyri (Lambadalsgöng, botnar og Kollafjarðarheiði)……………..122km
Reykhólar – Bíldudalur (Suðurfirðir)…………………………………………………..230.km
Reykhólar – Bíldudalur (Suðurfirðir, Helluskarð, Barðastrandarsýsla)…………..184.km
Reykhólar – Bíldudalur (Hálfdán, Kleifaheiði, Barðastrandarsýsla)………………228.km
Reykhólar – Bíldudalur (Suðurfirðir og þveranir)……………………………………172.km
Reykhólar – Tálknafjörður (Suðurfirðir)………………………………………………211.km
Reykhólar – Tálknafjörður (Suðurfirðir og þveranir)……………………………….153.km
Reykhólar – Tálknafjörður (Suðurfirðir, Helluskarð, Barðastrandarsýsla)………203.km
Reykhólar – Tálknafjörður (Hálfdán, Kleifaheiði,Barðastrandarsýsla)……………209.km
Reykhólar – Patreksfjörður (Suðurfirðir)……………………………………………..193.km
Reykhólar – Patreksfjörður (Suðurfirðir og þveranir)………………………………135.km
Reykhólar – Patreksfjörður (Suðurfirðir, Helluskarð, Barðastrandarsýsla)……..185.km
Reykhólar – Patreksfjörður (Hálfdán, Kleifaheiði,Barðastrandarsýsla)………….191.km
Reykhólar – Hólmavík (Tröllatunguheiði)……………………………………………….63km
Reykhólar – Hólmavík (Þorskafjarðarheiði, Steingrímsfjarðarheiði)………………..74km
Reykhólar – Hólmavík (Svínadalur, Brattabrekka, Holtavörðuheiði)……………..280km
Reykhólar – Hólmavík (Barða.s.sýsla, Dynjandis-, Hrafnseyrar-,Steing.f.heiði).473km
Reykhólar – Hólmavík (Arnkötludalur)…………………………………………………..51km

Hólmavík – Patreksfjörður (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)………………………395.km
Hólmavík – Patreksfjörður (Þveranir og Arnkötludalur)……………………………172.km
Hólmavík – Patreksfjörður (Dýraf. Geirþjófsf.Trost. og Lambadalsgöng,Steing.f.h.)………160 km
Hólmavík – Þingeyri (Hrafnsey,-, Dynjandis., Helluskarð, Kollafjarðarh.-, Steingrímsfjarðarheiði)………..219 km
Hólmavík – Þingeyri (Hrafnsey.a.h-, , Hellus., Barðastrandars., Þorskafjarðar.h, Steingrímsfjarðarheiði)……238 km
Hólmavík – Þingeyri (Gemlufallsheiði, Djúp, Eyrarfjall, Steingrímsfjarðarheiði)…………..267 km
Hólmavík – Þingeyri (Lambadalsgöng, botnar og Steingrímsfjarðarheiði)………111 km
Hólmavík – Ísafjörður (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)………………224km
Hólmavík – Ísafjörður (Djúp, Steingr.fj.heiði, göng Eyrarfj og botnar)………..109 km
Hólmavík – Bíldudalur (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)…………………………..425.km
Hólmavík – Bíldudalur (Steingrímsf.h, Þorskaf.h., Barðars.s.,Suðurfirðir)……..214.km
Hólmavík – Bíldudalur (Þveranir og Arnkötludalur)…………………………………202.km
Hólmavík – Bíldudalur (Dýraf. Geirþjófsf.Trost. og Lambadalsgöng,Steing.f.h.)……………130 km
Hólmavík – Tálknafjörður (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði)……………………….414.km
Hólmavík – Tálknafjörður (Þveranir og Arnkötludalur)…………………………….191.km
Hólmavík – Tálknafjörður (Dýra-,Geirþjófs-,Trost.fj, Lambad.göng,Steingf.h.)…141 km
Hólmavík – Súðavík (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)………………..204 km
Hólmavík – Súðavík (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)…………..100 km
Hólmavík – Suðureyri (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)………………247 km
Hólmavík – Suðureyri (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)…………123 km
Hólmavík – Flateyri (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)…………………247 km
Hólmavík – Flateyri (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)……………132 km
Hólmavík – Bolungarvík (Djúp sumarleið og Steingrímsfjarðarheiði)……………238 km
Hólmavík – Bolungarvík (Djúp og göng undir Steing., Eyrarfj og botnar)………123 km
Hólmavík – Reykhólar (Tröllatunguheiði)………………………………………………63 km
Hólmavík – Reykhólar (Þorskafjarðarheiði, Steingrímsfjarðarheiði)……………….74 km
Hólmavík – Reykhólar (Svínadalur, Brattabrekka, Holtavörðuheiði)…………….280 km
Hólmavík – Reykhólar (Barðas.sýsla, Dynjandis-, Hrafnseyrar-,Steing.f.heiði).473 km
Hólmavík – Reykhólar (Arnkötludalur)………………………………………………….51 km
Hólmavík – Reykjavík (Tröllatunguheiði, Svínadalur, Brattabrekka, Borgarfjarðarbrú, Hvalfjarðargöng)…..234 km
Hólmavík – Reykjavík (Holtavörðuheiði, Borgarfjarðarbrú, Hvalfjarðargöng)….274 km
Hólmavík – Reykjavík (Arnkötludalur, Brattabrekka)………………………………232 km

Í upphafi skal endinn skoða þegar góðrar niðurstöðu skal vænta.

Lifið heil
Steinþór Bragason