22/12/2024

Veturinn kveður

Veturinn kveður á þessu vori með því að minna á hin forna fjanda, sem hafísinn er. Stakir ísjakar hafa siglt inn á nokkra firði við Húnaflóa síðustu daganna. Þegar þeir eru svona einir og sér þá þykja þeir bara augnayndi og virðast svo víðs fjarri þeim hörmungum sem hafís hefur valdið mönnum og skepnum á þessu landi í gegnum aldirnar. Hrútafjörðurinn fékk sinn jaka eins og sjá má á myndunum sem teknar voru við Prestbakka í gærkvöldi, en hann er nú ekkert sérstaklega stór eða tilkomumikill, nánast bara smáborgarísjaki.

Ljósm. Sveinn Karlsson