22/12/2024

Vetur á Ströndum

640-vetur2

Síðustu daga hefur verið kalt á Ströndum. Veturinn er kominn, eftir einstaka tíð í nóvember og votviðrasamt haust. Vetrardekkin eru vonandi komin undir flesta bíla, enda er hálka á vegum víða og snjóþekja á vegi norður í Árneshreppi og á Steingrímsfjarðarheiði. Snjór er yfir öllu og í Miðtúninu á Hólmavík er snjókarlafjölskylda á ferli. Fjölmargir Strandamenn eru búnir að kveikja á jólaljósunum sem ljóma og lýsa upp myrkan svörð.
640-vetur1

Vetrarmyndir í desember – ljósm. Ásdís Jónsdóttir