22/11/2024

Vetrartími og lokun

Nú um mánaðarmótin hefur verið skipt yfir í vetraropnunartíma í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík og verður opið í sund á morgun laugardaginn 1. september frá 14-19. Eftir það verður hins vegar lokað nokkra daga vegna viðhalds og endurbóta á Íþróttamiðstöðinni. Annars vegar á að rífa af gólfefni í búningsklefum, gufuklefa og rými þar fyrir framan og einnig veggefni í sturtum og leggja ný efni í staðinn. Hinsvegar er ætlunin að breyta merkingum í sundlaug þannig að fjórar keppnisbrautir verði í stað þriggja. Eftir þessar framkvæmdir sem taka varlega áætlað viku og hugsanlega lengri tíma, gildir vetraropnunartími eins og hér segir:

Sundlaug
Mánudaga til fimmtudaga … kl. 18:oo – 21:oo   
Laugardaga … kl. 14:oo – 19:oo 
Föstudaga og sunnudaga … lokað

Gufubað
Mánudaga til fimmtudaga … kl. 18:oo – 21:oo
Föstudaga … kl. 12:oo – 17:oo
Laugardaga … kl. 14:oo- 19:oo
Sunnudaga … lokað

Þreksalur
Mánudaga til fimmtudaga … kl.10:oo – 21:oo          
Föstudaga … kl.10:oo – 17:oo                               
Laugardaga … kl.14:oo – 19:oo                                        
Sunnudaga … lokað

Heitur pottur opinn á ofanskráðum tímum.