22/12/2024

Vetrarmyndir frá Hólmavík

Nú hefur verið töluvert frost á Ströndum síðustu daga og snjórinn farinn að setja svip á byggðina. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór um Hólmavík með myndavél í morgun og smellti af nokkrum myndum, áður en birti almennilega og sólin fór að skína. Reikna má með að skíðagöngugarpar kætist yfir snjónum sem gæti verið kominn til að vera og einhverjir eru væntanlega líka farnir að huga að snjósleðum sínum og slíkum tækjum. Ekki er þó víst að börnin endist til að vera úti lengi í einu í frostinu, án þess að komast inn að hlýja sér og í heitt kakó á milli.

Ljósmyndir frá Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson