23/12/2024

Versti dagur ársins

Samkvæmt rannsóknum færustu sálfræðinga er dagurinn í dag versti dagur ársins. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Kvef eða flensa herjar væntanlega á einhvern í fjölskyldunni og hátíðarskapið er algjörlega horfið um þetta leyti. Við bætast yfirþyrmandi áhyggjur af jólaskuldunum og leiði yfir því að ekki tókst að standa við nýársheitin sem hafa venjulega verið svikin um þetta leyti. Skammdegið og veðurfarið hefur einnig slæm áhrif á fólk á þessum degi. Heil vinnuvika er framundan og verulegur skortur á hressu og skemmtilegu fólki til að lífga upp á tilveruna. Skemmtilegasti dagur ársins er hins vegar 23. júní samkvæmt sömu snillingum.