05/10/2024

Samgönguáætlun lögð fram fljótlega

Samgönguráðuneytið fyrirhugar að leggja fram tillögu til þingsályktunar um næstu fjögurra ára samgönguáætlun fljótlega. Þar er um að ræða samgönguáætlun fyrir árin 2009-12, en aðaláhersla hennar verður á næsta ár. Gerð áætlunarinnar hefur tafist nokkuð og fyrsta árið sem hún gildir fyrir er reyndar liðið. Ekki hefur heldur verið unnið eftir gildandi áætlunum undanfarin misseri. Þá verður í framhaldinu unnið að tillögu vegna tólf ára samgönguáætlunar fyrir árin 2011-22 og á að leggja hana fyrir Alþingi haustið 2010. Sama haust á að gera nýja fjögurra ára áætlun fyrir árin 2011-14.