Samkvæmt fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða hyggst Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ráða til starfa sérstakan verkefnisstjóra með aðsetur á Hólmavík. Var þetta ákveðið í tengslum við undirritun Vaxtarsamnings Vestfjarða á Ísafirði í gær. Hér um fullt starf að ræða og verður samstarfsverkefni Atvest og sveitarfélaga á Ströndum og kostnaði vegna þess er skipt til helminga milli Atvest annars vegar og þeirra sveitarfélaga á Ströndum, sem verða með í verkefninu,hins vegar. Staðan verður væntanlega auglýst á næstunni og skýrast þessi mál þá.