22/12/2024

Verkefni lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku

Samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Síðastliðinn fimmtudag varð bílvelta á Hálfdán, milli Tálknafjarðar og Bíldudals. Þar valt jeppi út fyrir veg og hafnaði á hliðinni. Ekki urðu slys á fólki, en akstursskilyrði voru slæm, hálka á vegi. Á föstudag hafnaði bíll út af veginum í Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Þar varð minniháttar tjón og ekki slys á fólki. Þá varð minniháttar umferðaróhapp í Bolungarvík.

Þá voru nokkrir ökumenn áminntir vegna búnaðar ljósabúnaðar og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að huga að ljósabúnaði ökutækja sinna og búa ökutæki sín í samræmi við aðstæður.

Þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur á Ísafirði þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Einn ökumaður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni.

Föstudaginn 9 okt féll aurskriða á Hnífsdalsveg og lokaðist hann um tíma, þar til búið var að hreinsa veginn.

Í vikunni voru nokkrar tilkynningar til lögreglu vegna veðurs, lausir hlutir að fjúka, en engar verulegar skemmdir hlutust vegna hvassviðrisins sem gekk yfir í vikunni.