22/12/2024

Verkbókhaldi komið á hjá Strandabyggð

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar vor teknar fyrir tvær tillögur frá Jóni G. Jónssyni. Annars vegar var lagt til að tekið verði upp verkbókhald hjá Strandabyggð svo halda megi betur um stöðu verkefna og kostnað í bókhaldi sveitarfélagsins og var sú tillaga samþykkt samhljóða. Hins vegar lagið Jóni G. Jónssyni fram tillögu um að hafinn yrði undirbúningur fyrir lagningu bundins slitlags og viðgerð á götum á Hólmavík og var sú tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum en einn var á móti.