22/12/2024

Verið að moka í Árneshrepp

Verið er að moka Strandaveg í Árneshrepp í þessum töluðum orðum, en ófært hefur verið síðustu daga norður í Árneshrepp, líklega í 10 daga samfellt eða allt frá 17. nóvember. Sömuleiðis hefur verið ófærð innan sveitar og enn er merkt lokað í norðanverðum Reykjarfirði, frá Djúpavík og út að Gjögri. Fyrirhugaður er íbúafundur í Árneshreppi á morgun í tengslum við verkefnið Brothættar byggðir. Von er á hláku síðar í vikunni og ljómandi fallegt veður er nú á Ströndum.