22/12/2024

Verður G-46 síðasta talan í heimabingóinu?

645-saevangur

Nú er líklega komið að því að síðasta talan í heimabingói Sauðfjárseturs á Ströndum í þetta skiptið hafi verið dregin út. Talan sem dregin var í dag er G-46. Tveir vinningshafar gáfu sig fram með bingó eftir útdráttinn í gær og því eru fjórir fyrstu vinningarnir gengnir út, en sá fimmti og síðasti er enn á lausu. Þeir sem fá bingó í dag eftir að tala dagsins kom upp úr pottinum keppa nú um lokavinninginn. Þeir sem hafa bingó ættu að hafa samband við Ester Sigfúsdóttir bingóstjóra (s. 823-3324) fyrir hádegi á morgun föstudag og láta vita.