Dagrenning á Hólmavík var kölluð út snemma morguns síðastliðinn laugardag þegar fiskflutningabíll valt ofarlega í Norðdal á Steingrímsfjarðarheiði. Ekki urðu alvarleg slys á fólki né var mikil hætta á ferð, en bjarga þurfti verðmætum. Nokkrir menn frá sveitinni fóru á staðinn og björguðu því sem bjargað varð. Þetta kemur fram á vef Landsbjargar – www.landsbjorg.is.