23/12/2024

Vélsmiðjan Vík á Hólmavík til sölu

Vélsmiðjan Vík að Hafnarbraut 14 á Hólmavík hefur verið auglýst til sölu. Vélsmiðjan hefur starfað í um 50 ár og er því eitt af rótgrónustu fyrirtækjum á Hólmavík. Um er að ræða tvö samliggjandi stálgrindarhús, annað er 336 fermetrar, en hitt 167, samtals 503 fermetrar. Lóð er 1.572 fermetrar. Tæki til bifreiðaviðgerða og járnsmíða fylgja með í kaupunum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristján Jóhannsson í s. 893-6331.