26/12/2024

Vélsleðamenn óku fram af hengju

Hrolleifsborg - ljósm. Hrafnhildur AtlasdóttirTveir vélsleðamenn óku fram af hengju nálægt Drangajökli um klukkan eitt í nótt. Björgunarsveitin Dagrenning á
Hólmavík kom þeim til aðstoðar og flutti þá á heilsugæslustöðina á Hólmavík. Annar mannanna slasaðist í andliti og á hendi, en áverkarnir eru ekki alvarlegir að sögn
lögreglu. Sleðarnir eru hins vegar mikið skemmdir. Frá þessu var sagt á visir.is.