15/11/2024

Vel sótt Góugleði á Hólmavík

goa14-1

Árleg Góugleði var haldin á Hólmavík í gær og var vel sótt. Að venju eru það karlarnir sem sjá um góublótið á Hólmavík og er á hverri góu kosið í næstu 8-10 manna nefnd til að sjá um næstu hátíð. Konurnar sjá aftur á móti um árlegt þorrablót. Veisluföngin voru frá Café Riis, skemmtinefndin flutti grín og glens, spilaði og söng, og á eftir var dansleikur með hljómsveitinni Góðir landsmenn. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og tók myndir af skemmtiatriðum, en lagði myndavélina að venju á hilluna þegar dansinn hófst.

goa14-2 goa14-3 goa14-4 goa14-5 goa14-6 goa14-7 goa14-8 goa14-9 goa14-10 goa14-11 goa14-12 goa14-13 goa14-14

Góugleði á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson