22/12/2024

Vel heppnað unglingalandsmót

300-landsmotÁrlegt unglingalandsmót UMFÍ fór fram í Borgarnesi síðastliðna verslunarmannahelgi og tóku Strandamenn virkan þátt í þeirri skemmtun. Fjöldi keppenda af Ströndum tók þátt í hópíþróttum, sundi og frjálsum. Samvinna var við Vestur-Húnvetninga um keppni í fótbolta og körfubolta og deildu þessir hópar jafnframt tjaldsvæði. Ágætur árangur náðist á mótinu, m.a. sigraði Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi (12 ára)  í spjótkasti með 33 metra kasti sem er landsmótmet og Hadda Borg Björnsdóttir í Þorpum (16 ára) sigraði í hástökki og stökk 1,61.