12/09/2024

Vel hefur gengið í vetur hjá Arnari

Frekar tregt var á línuna hjá Arnari Barða Daðasyni á Kópnesinu á fimmtudaginn. Aflinn var um tvö tonn af vænum fiski.  Arnar kvaðst hafa lagt 20 bala við Sveinbjarnargrunn, en það er út og innan við Kaldbaksvík. Allur afli Kópnes er seldur á fiskmarkaði Hólmavíkur, en þar ræður Helgi Jóhann ríkjum. 

Arnar kvað aflabrögð hafa verið mjög góð í vetur eða frá 150 til 400 kg á balann oftast um 200 kg. Næstu dagar fara í það að beita og gera klárt undir næsta róður, en á Kópnesinu eru nú tveir menn í áhöfn, Arnar og Halldór K. Ragnarsson.