22/12/2024

Vel er mætt til vinafundar!


„Vel er mætt til vinafundar“ kallast tónleikar 7 átthagakóra sem verða haldnir í Háskólabíói þann 14. október kl. 14.00. Kórarnir sem koma fram á þessum tónleikum eru: Breiðfirðingakórinn, Húnakórinn, Skagfirska söngsveitin, Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga, Árnesingakórinn í Reykjavík, Söngfélag Skaftfellinga og síðast en ekki síst Kór Átthagafélags Strandamanna. Í lokin syngja allir kórarnir saman. Kynnir er Níels Árni Lund og miðaverð er 2.500 kr.