07/11/2024

Vegurinn um Eyrarfjall (Hestakleif) lokaður

Vegna framkvæmda verður Djúpvegur númer 61 um Eyrarfjall lokaður frá klukkan 06:00 laugardagsmorguninn 25. ágúst, til klukkan 06:00 mánudaginn 27. ágúst. Í tilkynningu er vegfarendum bent á að fara Vatnsfjarðarveg númer 633 í staðinn, en sá vegur er nokkuð lengri eða 46 kílómetrar í staðinn fyrir 12 um Eyrarfjall.