30/10/2024

Vegurinn um Ennisháls lokaður

Vegurinn um Ennisháls er lokaður í augnablikinu, nú laust fyrir 21:00, vegna þess að flutningabíll með tengivagn er þversum á veginum í hálku, skammt ofan við Ennisá. Annar flutningabíll sem er í samfloti ætlar að reyna að draga bílinn til á veginum þannig að þeir geti haldið áfram ferð sinni til Ísafjarðar. Talið er að bílstjórinn hafi reynt að fara upp hálsinn í hálkunni, án þess að setja á keðjur.