22/12/2024

Vegurinn opinn að nýju

Vel gekk að draga flutningabílinn sem var þversum í Ennishálsi og leiðin er nú greið að nýju kl. 21:40. Hálkublettir eru á vegum á Ströndum og hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Vindur blæs úr norðnorðaustri, 12 metrar á sekúndu á Ennishálsi og tveggja stiga frost. Fimm stiga frost er á Steingrímsfjarðarheiði og vindur 6 metrar á sekúndu.