13/09/2024

Spurningakeppnin heldur áfram

Á sunnudaginn heldur Spurningakeppni Strandamanna áfram, en þá fer seinni hlutinn af fyrstu umferð fram í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hefst keppnin kl. 20:00 stundvíslega. Góð mæting var á fyrri hlutann fyrir hálfum mánuði síðan, en þar komust lið Hólmadrangs, Sparisjóðs Strandamanna og Kaupfélags Steingrímsfjarðar áfram í keppninni. Jón Jónsson er spyrill í keppninni, Kristján Sigurðsson er dómari og tæknimaður og Ester Sigfúsdóttir stigavörður. Kennarar og námsmenn koma töluvert við sögu núna seinna kvöldið, eins og sjá má af eftirtöldum viðureignum: 

Viðureignir sunnudaginn 26. febrúar:

Strandamenn í Kennaraháskóla Íslands – Nemendur Hólmavíkurskóla
Leikfélag Hólmavíkur – Grunnskólinn Drangsnesi
Félagsmiðstöðin Ozon – Kennarar Hólmavíkurskóla