30/10/2024

Vegurinn í Árneshrepp opinn

Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður 17. febrúar og er opinn samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Er þetta í annað sinn á þessum vetri, en síðast var opnað 25. janúar og var þá opið í nokkra daga. Ekki var um mikinn snjó að ræða þá og enn minni í mokstrinum á fimmtudag. Mokað var með veghefli sunnan frá. Kristján Guðmundsson á Hólmavík fór á vel útbúnum jeppa norður með lækni á þriðjudaginn áður en opnað var og komst vandræðalaust. Skiptist kostnaður jafnt á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins Árneshrepps sem er eina sveitarfélagið á landinu sem nýtur ekki þeirrar sjálfsögðu þjónustu að vegur þangað sé opnaður allt árið. Þetta kemur fram á fréttavefnum www.litlihjalli.is.


.