05/10/2024

Gota og lifur, gellur og hausar

Starfsmannafélag Drangs ehf á Drangsnesi ætlar að heimsækja Hólmavík á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar. Meðferðis verður margvíslegt góðgæti; gota, lifur, hausar, gellur, saltfiskur og jafnvel kræklingur og fleira. Þetta ljúfmeti verður síðan boðið sölu á Hólmavík eftir kl. 14:00 á planinu við verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Strandamenn og nærsveitungar eru hvattir til að mæta tímanlega til að krækja í bestu bitana.