22/12/2024

Vegaskemmdir í vatnsveðri

Vatnið flæðir yfir veginnMjög hvasst var á Ströndum í nótt og hlýtt í veðri. Snjóa hefur leyst og vatnið setur mikinn svip á umhverfið, en veður er nú orðið ágætt. Við Kirkjuból við Steingrímsfjörð hefur ræsið gegnum veginn fyrir Snorralækinn stíflast og myndarlegt stöðuvatn orðið til ofan vegar. Rennur það yfir veginn og hafa orðið nokkrar skemmdir á malbiki. Arnar S. Jónsson – fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – smellti af þessum myndum í morgun.