22/11/2024

Vegaskemmdir í hvassviðri í nótt

Óveður á HólmavíkÞað hvessti hraustlega í nótt og samkvæmt sjálfvirkri athugunarstöð á Gjögurflugvelli fór mesta vindhviðan í 47 m/s og vindur í 29 m/s. Samkvæmt veðurmæli á Ennishálsi fóru vindhviður mest í 40 m/s en vindur í 30 m/s á þriðja tímanum. Vindur var mun skaplegri á veðurathugunarstöðvum við Hólmavík og á Steingrímsfjarðarheiði. Rafmagn fór af eftir 11 í gærkvöld og var a.m.k. úti fram eftir nóttu í sveitunum sunnan Hólmavíkur. Vegaskemmdir urðu í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi þar sem Djúpvegur fór í sundur við Gervidalsá vegna vatnavaxta og er nú lokaður (kl. 8:00). Tilkynning um þetta barst um kl. 5 í nótt og eru vegagerðarmenn nú að störfum þar.